Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 678, 117. löggjafarþing 120. mál: lögskráning sjómanna (öryggisfræðsla og nýliðanám).
Lög nr. 16 14. mars 1994.

Lög um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987.


1. gr.

     Við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr töluliður, 7. tölul., sem orðast svo:
  1. Yfirlýsingu um að skipverji hafi hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða með öðrum sambærilegum hætti. Skipstjórnarmenn skulu hafa fullnægt ákvæði þessu fyrir 31. desember 1995 en aðrir skipverjar eigi síðar en 31. desember 1996. Veita má skipverja, sem skráður er í fyrsta sinn, tólf mánaða frest til að fullnægja þessu ákvæði.

2. gr.

     Við 7. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr., sem orðast svo:
     Samgönguráðherra er heimilt með reglugerð að setja það skilyrði fyrir lögskráningu nýliða um borð í skipum að þeir hafi lokið námi fyrir nýliða með fullnægjandi hætti. Samgönguráðherra skal hafa samráð við samtök sjómanna og útgerðarmanna um nánari framkvæmd þessa ákvæðis.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. mars 1994.